05/10/2016

Úti í mýri

Úti í mýriBarnabókmenntahátíðin Úti í mýri hefst í Norræna húsinu fimmtudaginn 6. október og stendur til sunnudagsins 9. október. Fjölmargir höfundar taka þátt í hátíðinni, íslenskir og erlendir, en meðal þeirra er einn vinsælasti barnabókahöfundur Norðurlandanna, Martin Widmark, en í gær kom út ný bók eftir hann sem nefnist Sirkusráðgátan. Hin finnska Salla Simukka er sömuleiðis gestur á hátíðinni en eftir hana hafa hjá Forlaginu komið úr tvær bækur á íslensku.

Í boði verða hinar ýmsu vinnustofur fyrir börn, s.s. rapp- og rímnasmiðja, vísindasmiðja með Ævari vísindamanni og myndasögusmiðja, auk ótal upplestra, málþinga og ýmsikonar skemmtilegheita!

Lokadagurinn verður helgaður rithöfundinum ástsæla Guðrúnu Helgadóttur. Þá munu Silja Aðalsteinsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Gunnar Helgason spjalla við Guðrúnu um verk hennar og feril og leikin verður tónlist úr leiksýningunni Sitji guðs englar.

Við hvetjum alla til þess að láta sjá sig á Úti í mýri. Ókeypis er á alla viðburðina nema málþingin. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar og dagskránna í heild sinni hér.

Góða skemmtun!

Til baka
Forlagsverð: 3.935 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 4.290 kr.
Kaupa

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita