Astrid Lindgren fæddist í Svíþjóð árið 1907. Foreldrar hennar voru Samuel August Ericsson og Hanna Jonsson, en um ástarsögu þeirra og uppvöxtinn í Näs í Smálöndunum skrifar hún í minningabókinni Undralandi minninganna. Átján ára gömul flytur Astrid til Stokkhólms þar sem hún ræður sig til skrifstofustarfa. Árið 1933 birtir hún í fyrsta skipti skálskap, jólasögu í tímaritinu Landsbygdens jul en í það skrifar hún um nokkurra ára skeið. Einn vetrardag árið 1941 liggur Karen dóttir Astridar með lungnabólgu og biður mömmu sína að segja sér frá „Pippi långstrump“. Það vefst ekki fyrir Astrid sem segir hverja söguna á fætur annarri af freknóttri stelpu með rauðar fléttur sem býr í stóru húsi ásamt hesti og apa. Þremur árum síðar er Astrid sjálf rúmliggjandi og grípur þá tækifærið og byrjar að skrifa niður sögurnar um rauðhærðu stelpuna. Aðalmarkmiðið var að gefa Karen þær í tíu ára afmælisgjöf en til gamans sendi hún líka handrit til forlagsins Bonnier. Sama ár lendir saga hennar Britt-Mari lättar sitt hjärta í öðru sæti í samkeppni hins nýstofnaða forlags Rabén & Sjögren um unglingasögur. Það verður henni hvatning til að skoða sögurnar um rauðhærðu stelpuna enn á ný, skrifa það upp á nýtt og senda í aðra samkeppni hjá Rabén & Sjögren, nú um sögur fyrir yngri börn. Í þeirri samkeppni sigrar hún með yfirburðum, Lína langsokkur kemur út, vekur mikla eftirtekt og vinsældir og er endurprentuð trekk í trekk. Næstu árin koma reglulega út bækur eftir Astrid Lindgren, Börnin í Ólátagötu, Karl Blómkvist, Kalli á þakinu o.s.frv., og vinsældir hennar aukast stöðugt, í Svíþjóð og annars staðar í Evrópu.
Árið 1947 réð Astrid sig í starf ritstjóra barnabóka hjá Rabén & Sjögren þar sem hún starfaði hálfan daginn allt til 1970. Morgnana notaði hún til skrifta. Árið 1958 hlaut Astrid Lindgren Bókmenntaverðlaun H.C. Andersen, sem voru virtustu verðlaun sem veitt voru höfundum barnabóka þar til Bókmenntaverðlaun kennd við hana sjálfa voru stofnuð við andlát hennar árið 2002. Fjölmörg önnur verðlaun féllu henni í skaut á löngum ferli, m.a. þýsku barna- og unglingabókaverðlaunin.
Astrid Lindgren lést á heimili sínu í janúar 2002, 94 ára gömul. Á löngum og farsælum rithöfundarferli skrifaði hún fjölmargar bækur fyrir börn á öllum aldri sem hafa síðan öðlast framhaldslíf m.a. á leiksviði og kvikmyndum. Enginn barnabókahöfundur hefur tærnar þar sem hún hefur hælana hvað varðar almennar vinsældir um allan heim og lítið lát er á þeim þó að sögurnar verði ekki fleiri.

Astrid Lindgren

Astrid Lindgren er fædd 1907 og hún lést árið 2002, 94 ára að aldri.

Hún flutti átján ára til Stokkhólms og réð sig þar í skrifstofuvinnu. Árið 1933 birtist jólasaga eftir hana í tímaritinu Landsbygdens jul. Fleiri sögur Astridar birtust á næstu árum en dag nokkurn árið 1941 stytti hún veikri dóttur sinni stundir með sögum á óforbetranlegum ólátabelg sem bjó í stóru húsi ásamt hesti sínum og apa en laus við foreldra. Nokkrum árum síðar kom út fyrsta saga um Línu langsokk en þær áttu eftir að verða fleiri. Og einstæðar persónur Astrid stukku fram á sjónarsviðið, ein af annarri: Emil í Kattholti, Karl Blómkvist og hvað þau heita nú öll.

Næstu árin komu reglulega út bækur eftir Astrid Lindgren og vinsældir hennar jukust stöðugt, í Svíþjóð og annars staðar í Evrópu.

Árið 1947 réð Astrid sig í starf ritstjóra barnabóka hjá Rabén & Sjögren þar sem hún starfaði hálfan daginn allt til 1970. Morgnana notaði hún til skrifta. Árið 1958 hlaut Astrid Lindgren Bókmenntaverðlaun H.C. Andersen, sem voru virtustu verðlaun sem veitt voru höfundum barnabóka þar til Bókmenntaverðlaun kennd við hana sjálfa voru stofnuð við andlát hennar árið 2002. Fjölmörg önnur verðlaun féllu henni í skaut á löngum ferli, m.a. þýsku barna- og unglingabókaverðlaunin.

Kindle

Nýjast | A–Ö | Verð ↓
1
Forlagsverð: 3.990 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 3.520 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 1.755 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 1.755 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 3.520 kr.
Kaupa


 
Varan er uppseld!

 
Varan er uppseld!

 
Varan er uppseld!
1
Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita