"Hugleikur kýs að kalla þessar örmyndasögur sínar einrömmunga, til að undirstrika sérstöðu þeirra. Hann er sammála því að þetta form myndasögunnar falli ekki undir hugtakið raðmyndalist en telur samt að augljóslega sé um myndasögu að ræða. Í því skini bendir hann á að í öllum skrítlunum felist saga þótt lesandinn fái bara innsýn á stökum tímapunkti. Það verður þá hlutverk lesandans að fylla upp í eyðurnar eins og honum sýnist. Þetta eru sögur sem segja sig sjálfar með hjálp lesandans. Til að undirstrika myndasöguvísunina bendir hann á að sögunum fylgi iðulega texti sem birtur er í talblöðrum yfir persónunum en slík notkun texta hefur ávallt einskorðast við myndasögur." (Úr Morgunblaðinu).

Eftirfarandi bækur hafa komið út eftir Hugleik hjá JPV:

 

Forðist okkur 2005

Bjargið okkur 2006

Fermið okkur 2006

Avoid us 2006 (Forðist okkur - ensk útgáfa)

Eineygði kötturinn Kisi 2006

Fylgið okkur 2006

Okei bæ! 2007

Kisi & leyndarmálið 2007

Kaupið okkur 2007

Ókei bæ tvö 2008

Hugleikur Dagsson

Hugleikur Dagsson er fæddur 1977. Hann lauk BA-námi frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Hugleikur hefur gefið út 17 bækur hér á landi og fyrstu þrjár bækurnar hans hafa komið út í um 10 löndum og tveimur heimsálfum.  Hann hefur ennfremur skrifað leikrit, séð um útvarpsþætti, gert vídjóverk og sinnt myndlist.

Hann hefur vakið mikla athygli fyrir örsögur sínar og þær þótt í senn kaldhæðnar og fallegar.

Um sögur hans var sagt í Morgunblaðinu að þær fljúgi frá landi kaldhæðninnar, millilendi í Skemmtilegabæ, og haldi svo áfram ferðalagi sínu með smá viðkomu í Ljótuborg, vítt um flókinn heim gróteskunnar og fegurðarinnar.

Kindle

Ekkert fannst!
Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita