Íslensku barnabókaverðlaunin

Stofnað var til Íslensku barnabókaverðlaunanna 1985 í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar og voru verðlaunin veitt í fyrsta sinn vorið 1986. Að verðlaununum standa fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar, Barnavinafélagið Sumargjöf, IBBY á Íslandi og Forlagið. Fulltrúar þessara aðila skipa dómnefnd, auk tveggja nemenda úr 8. bekk.

Skilafrestur

Einu sinni á ári er auglýst er eftir handritum til að keppa um Íslensku barnabókaverðlaunin. Skilafrestur er í febrúar en nánari upplýsingar hverju sinni má finna hér á heimasíðu Forlagsins. Póststimpill gildir sem skiladagur. Höfundar eru beðnir að senda inn fjögur eintök af handriti sínu. Handrit skal merkja með dulnefni en rétt nafn höfundar ásamt símanúmeri eða netfangi skal fylgja með í lokuðu umslagi. Handrit skal sent til Forlagsins merkt:

Verðlaunasjóður Íslenskra barnabóka
Forlagið
Bræðraborgarstíg 7
101 Reykjavík.

Nýjasta auglýsingin er hér.


Frágangur

Handritið skal vera að lágmarki 50 ritvinnslusíður að lengd, miðað við til dæmis grunnstillingu í Word. Ekki er gert ráð fyrir því að verðlaunasagan verði myndskreytt. Frágangur á handriti skal vera snyrtilegur þannig að þægilegt sé að lesa það, til dæmis í gatamöppu, en ekki er nauðsynlegt að binda það inn.


Úrslit

Þegar dómnefnd hefur komist að niðurstöðu um verðlaunahandrit ársins er haft samband við höfund þess. Þetta er venjulega í byrjun maí. Umslög með öðrum dulnefnum eru ekki opnuð og því ekki hægt að láta aðra höfunda vita um úrslitin. Þegar niðurstaða liggur fyrir býðst höfundum að sækja handrit sín á skrifstofu Forlagsins en að sex mánuðum liðnum er öllum ósóttum handritum fargað. Dómnefnd áskilur sér rétt til að hafna öllum handritum. Verðlaunahandritið kemur út að hausti og nafn verðlaunahafans kunngjört um leið. Verðlaunafé er 500.000 kr. auk höfundarlauna.


Sagan

Íslensku barnabókaverðlaunin hafa verið veitt fyrir eftirtaldar bækur:

Emil og Skundi eftir Guðmund Ólafsson, 1986

Franskbrauð með sultu eftir Kristínu Steinsdóttur, 1987

Fugl í búri eftir Kristínu Loftsdóttur, 1988

Álagadalurinn eftir Heiði Baldursdóttur, 1989

Í pokahorninu eftir Karl Helgason, 1990

Gegnum þyrnigerðið eftir Iðunni Steinsdóttur, 1991

Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson, 1992

Brak og brestir eftir Elías Snæland Jónsson, 1993

Röndóttir spóar eftir Guðrúnu H. Eiríksdóttur, 1994

Eplasneplar eftir Þóreyju Friðbjörnsdóttur, 1995

Grillaðir bananar eftir Ingibjörgu Möller og Fríðu Sigurðardóttur, 1996

Margt býr í myrkrinu eftir Þorgrím Þráinsson, 1997

Heljarstökk afturábak eftir Guðmund Ólafsson, 1998

Leikur á borði eftir Ragnheiði Gestsdóttur, 2000

Sjáumst aftur … eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur, 2001

Ferðin til Samiraka eftir Hörpu Jónsdóttur, 2002

Biobörn eftir Yrsu Sigurðardóttur, 2003

Leyndardómur ljónsins eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, 2004

Háski og hundakjöt eftir Héðin Svarfdal Björnsson, 2006

Loforðið eftir Hrund Þórsdóttur, 2007

Steindýrin eftir Gunnar Theodór Eggertsson, 2008

Þvílík vika eftir Guðmund Brynjólfsson, 2009

Ertu Guð, afi? eftir Þorgrím Þráinsson, 2010

Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur, 2011

Hrafnsauga eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson, 2012

Ótrúleg ævintýri afa eftir Guðna Líndal Benediktsson, 2014

Skuggasaga – Arftakinn eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur, 2015


Í þrjú skipti var auglýst sérstaklega eftir myndskreyttum handritum og urðu þessi þá hlutskörpust:

Veislan í barnavagninum eftir Herdísi Egilsdóttur og Erlu Sigurðardóttur, 1995

Risinn þjófótti og skyrfjallið eftir Sigrúnu Helgadóttur og Guðrúnu Hannesdóttur, 1996

Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar eftir Margréti Tryggvadóttur og Halldór Baldursson, 2006

Kindle

Nýjast | A–Ö | Verð ↓
1
Forlagsverð: 4.390 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 3.310 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 3.310 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 3.105 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 1.750 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 2.565 kr.
Kaupa


 
Varan er uppseld!
Forlagsverð: 2.175 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 2.065 kr.
Kaupa


 
Varan er uppseld!

 
Varan er uppseld!

 
Varan er uppseld!
Forlagsverð: 1.450 kr.
Kaupa


 
Varan er uppseld!
1
Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita