Ólafur Jóhann Ólafsson

Ólafur Jóhann Ólafsson fæddist 26. september 1962 í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1982 hélt hann utan til frekara náms og útskrifaðist sem eðlisfræðingur frá Brandeis University í Massachusetts í Bandaríkjunum 1985.

Á námsárunum skrifaði Ólafur Jóhann fyrsta skáldverk sitt; smásagnasafnið Níu lyklar kom út 1986 og vakti mikla athygli. Síðan hefur hann skipt tíma sínum á milli stjórnunarstarfa í stórfyrirtækjum með heimsumsvif og ritstarfa og hefur uppskorið miklar vinsældir lesenda hér heima og erlendis. Tveimur árum á eftir frumrauninni kom fyrsta skáldsaga hans, Markaðstorg guðanna. Fyrirgefning syndanna kom út 1991, sló rækilega í gegn meðal lesenda og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Síðan komu skáldsögurnar hver af annarri, Sniglaveislan (1994), Lávarður heims (1996), Slóð fiðrildanna (1999), Höll minninganna (2001),  Sakleysingjarnir (2004) og smásagnasafnið Aldingarðurinn (2006). Fyrir þá síðastnefndu hlaut Ólafur Jóhann Íslensku bókmenntaverðlaunin auk þess sem ein sagan, “Apríl”, hlaut O. Henry verðlaunin í Bandaríkjunum árið 2008.

Í skáldsögum sínum fylgir Ólafur Jóhann klassískri raunsæishefð. Hann dregur af nákvæmni og natni upp umhverfi sögupersóna sinni og lýsir í huga þeirra af næmri tilfinningu. Hann fjallar um afdrifarík atvik í lífi þeirra og snúast vangaveltur þeirra og hans iðulega um siðferðileg álitamál. Söguhetjur hans, bæði karlar og konur, eru flestar einfarar, fólk sem geymir hugsanir sínar og skoðanir fyrir sig, enda býr það oft yfir erfiðu leyndarmáli. Þó að Ísland sé ávallt nærri í bókum hans – enda aðalsöguhetjur jafnan íslenskar – gerast sögurnar að miklum hluta erlendis. Sögusvið Ólafs Jóhanns er fyrst og fremst hinn enskumælandi heimur, Bandaríkin og England, en segja má að hann hirði ekki um nein landamæri. Hann er heima hvarvetna og sýnir okkur að alls staðar glímir manneskjan við sjálfa sig, fortíð sína og samvisku, sekt og syndir.

Bækur hans hafa verið gefnar út á um tuttugu tungumálum.

Auk skáldsagna og smásagna hefur Ólafur Jóhann samið leikritið Fjögur hjörtu sem frumsýnt var í Loftkastalanum 1997 og Rakstur sem Þjóðleikhúsið sýndi 2003. Leikgerð Sniglaveislunnar var frumsýnd hjá Leikfélagi Akureyrar 2001 og hefur einnig verið sett á svið í Bretlandi. Í bígerð er að kvikmynda skáldsöguna Slóð fiðrildanna.

Ólafur Jóhann býr að staðaldri í Bandaríkjunum með fjölskyldu sinni en kemur reglulega til Íslands.

Kindle

Nýjast | A–Ö | Verð ↓
1
Rafbók
Forlagsverð: 3.590 kr.
Kaupa
Kaupa gjafabréf

Forlagsverð: 3.190 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 5.390 kr.
Kaupa

Rafbók
Forlagsverð: 1.030 kr.
Kaupa
Kaupa gjafabréf

Forlagsverð: 4.140 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 1.750 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 2.065 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 1.755 kr.
Kaupa

1
Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita