Sofi Oksanen

Sofi Oksanen fæddist 1977, faðir hennar er finnskur en móðirin eistnesk. Hún ólst upp í Finnlandi en var á sumrin hjá ömmu sinni í Eistlandi og hlustaði á endalausar sögur af dramatískum átökum Eista, bæði innbyrðis og við herraþjóðina Rússa.  Enda gerði Sofi pólitískan klofning Evrópu að umfjöllunarefni strax í sinni fyrstu bók, Kúm Stalíns (2003). Hún er að líkindum talsvert sjálfsævisöguleg því söguhetjurnar eru mæðgur og sú yngri er fædd sama ár og Sofi og á einmitt einstneska móður og finnskan föður. Þessi blandaði uppruni veldur stúlkunni bæði sálrænum  og félagslegum erfiðleikum  sem Sofi dregur skýrt upp í bókinni. Fyrir Kýr Stalíns hlaut hún Finlandia verðlaunin, yngst allra höfunda, og skipaði sér um leið í röð fremstu rithöfunda Finnlands af yngri kynslóðinni. Í næstu sögu, Baby Jane (2005), fjallar hún um tilvistarvanda ungra kvenna á nýstárlegan hátt og vakti sömuleiðis mikla athygli. En það var með Hreinsun (2008) sem hún sló endanlega í gegn á heimsmælikvarða.

Styrkur bókarinnar er ekki síst að sína stóru sögu segir Sofi með hjálp tveggja ólíklegra söguhetja. Önnur er gömul og tortryggin kona sem hefur aldrei farið úr sinni eistnesku sveit, hin er lítt skólagengin stelpa, illa farin á sál og líkama eftir að hafa verið flutt sem kynlífsleikfang milli landa. Þær verða lesanda ótrúlega nákomnar í sögunni og skilja ekki við hann þaðan í frá.

Sofi lærði leikhúsfræði og Hreinsun var upphaflega leikrit sem sýnt var við gríðarlegar vinsældir í finnska þjóðleikhúsinu. Þjóðleikhúsið íslenska sýndi verkið veturinn 2011-12 við miklar vinsældir. Aðalhlutverkið lék Margrét Helga Jóhannsdóttir. Vorið 2012 var frumsýnd í Helsinki ópera eftir sögunni og einnig kvikmynd eftir henni.

Kindle

Nýjast | A–Ö | Verð ↓
1
Forlagsverð: 3.310 kr.
Kaupa

Rafbók
Forlagsverð: 1.990 kr.
Kaupa
Kaupa gjafabréf

Forlagsverð: 3.105 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 5.075 kr.
Kaupa


 
Varan er uppseld!

 
Varan er uppseld!
1
Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita